Krónan

Krónan

FREE

(3 stars)

(91)


Download for Android Like

10,000 - 50,000 downloads

Add this app to your lists
Appið er verkfæri til þess að gera innkaupin auðveldari, þægilegri og skilvirkari.
Með appinu sérðu öll tilboð Krónunnar, getur búið til innkaupalista, skannað allar vörur til að sjá verð, séð upplýsingar um opnunartíma og staðsetningar verslana og ýmislegt fleira.

VERÐSKANNI
Notaðu verðskannann til þess að athuga vöruverð með því að skanna inn viðkomandi strikamerki.

Verðskanninn gefur þér upp verð vörunnar.
Athugið að eldri símar geta lent í vandræðum með að skanna inn vörur.

TILBOÐ
Hér sérð þú öll tilboð sem eru í Krónunni á hverjum degi.
Ef þú smellir á viðkomandi tilboð kemur upp tilboðsverð, verð áður og afsláttarprósenta.

INNKAUPALISTI
Auðvelt er að búa til innkaupalista til að taka með sér í næstu Krónuverslun og versla eftir.
Til að búa til innkaupalista getur þú notað eftirfarandi:
1. velja vöruna úr vörulistanum
2. velja vöruna úr tilboðslistanum
3. nota vöruskannann
4. nota muna dálkinn

Þú getur valið hvort þú ferð sjálf(ur) með innkaupalistann í Krónuna eða sendir á einhvern annan með SMS eða tölvupósti.

VÖRULISTI
Þegar þú nærð þér í appið fylgir listi með yfir 1.000 algengustu vörum Krónunnar.
Þú notar svo vörulistann til að búa til innkaupalistann þinn.
Í hvert skipti sem þú skannar vöru færist hún sjálfkrafa inn á vörulistann og þannig ert þú kominn með lista yfir þínar algengustu vörur eftir skamma notkun.
Einnig býr vörulistinn til sérflokk með fimmtíu mest notuðu vörunum þínum þannig að þú ert mjög fljót(ur) að búa til innkaupalista úr þessum flokki.

VERSLANIR
Hér eru upplýsingar um allar verslanir Krónunnar og opnunartímar.
Einnig eru aðrar upplýsingar t.d. símanúmer, verslunarstjóra, netfang o.s.frv. ásamt korti af viðkomandi verslun.

KRONAN.IS
Í appinu er hlekkur inn á kronan.is með öllum þeim upplýsingum sem þar er að finna.
Einnig er á kronan.is kennslumyndband um notkun appsins.

TIL MINNIS
Minnismiði er í appinu til að bæta inn í snatri því sem ekki má gleyma hvort sem það eru vörur eða önnur áminning.

Recently changed in this version

First release


Comments and ratings for Krónan
 • (45 stars)

  by andriolafsson on 21/11/2014

  Væri stór kostur að geta séð vöruverð á öllum vörum, ekki bara tilboðsdóti.

 • (45 stars)

  by Arnar Magnusson on 06/07/2014

  Annars mjög gott app

 • (45 stars)

  by aggi friðrik on 23/01/2014

  Vantar total summu I innkaupalistann voda litid gagn af honum

 • (45 stars)

  by Magga As on 05/11/2013

  Èg var að uppfæra en samt opnast ekki vörulistinn...

 • (45 stars)

  by Örn Ingólfsson on 23/10/2013

  Mætti vera með verð í innkaupalistanum. Annars mjög flott og þægilegt

 • (45 stars)

  by Esther Thorvalds on 18/10/2013

  Mjög þægilegt. Hægt að senda innkaupalista í sms og email. Finnst vanta einhverjar vörur auk þess sem frostvörur eru flokkaðar sem "kjöt og fiskur"

 • (45 stars)

  by Hafþór Þórarinsson on 15/10/2013

  Frábært framtak að búa til app. Fannst frábært að vera með innkaupalistann tilbúinn á appinu og geta hakað við jafnóðum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu gert appið enn betra. 1. Appið myndi þekkja búðina og raða innkaupalistanum upp þannig að hlutirnir væru í réttri röð eftir því sem maður labbar í gegn. 2. Maður gæti sjálfur skannað allar vörurnar jafnóðum og séð þá heildarupphæð körfunnar.

More comments