FREE DOWNLOAD

Ljóstímar

  FREE DOWNLOAD

  Screenshots

  Description

  Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar fyrir mismunandi perur. Svokallaðar sparperur sem taka nú við af glóperunni eru þrennskonar: Halogen, LED og Flúor.

  Perurnar hafa ólíkt innkaupaverð og mismunandi orkunotkun og endingartíma. Hagkvæmni peranna ræðst því af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þetta má taka allt saman í lykiltöluna stofn-og rekstrarkostnaður á ljóstíma. Með reiknivélinni má auðveldlega bera saman þennan ljóstímakostnað sem ætti að liggja á bilinu 0,15- 0,80 kr/klst. Ljóstíminn er sú þjónusta sem neytandi sækist eftir perukaupum og er því alger lykiltala í samanburði á milli tegunda.

  Raforkuverðið er 13 kr/kWst, endingatímann má finna á umbúðum ljósperanna og verð á perunum er uppgefið á hillum. Athugið að ekki er gert ráð fyrir fjármagnskostnaði í útreikningum.

  Reiknivélin er smíðuð undir Evrópuverkefninu PROMISE sem er styrkt af Intelligent Energy - Europe sjóð (IEE) framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Markmið Promise er að stuðla að orkusparnaði og vitund um orkunýtni á heimilum þátttökulanda.

  Users review

  from 2 reviews

  "Great"

  8